Kynning

Ég blogga að meðaltali svona 3x í hausnum á mér á hverjum degi. Hugblogga. Ég hugblogga og hugsa svo um hvað það væri gaman að fara loksins að actually blogga, á netinu. Svo hér er ég, sirka 2734 kvöldum seinna að svara þeirri köllun. Ég get ekki sagt að ég sé með neitt sérstakt í huga sem ég vill bendla bloggið mitt við. Þetta verður ekki svona hefðbundið mömmublogg, tískublogg, heimilisblogg, heldur bara hvað kemur út úr því að ég sest niður og byrja að skrifa.



Ég ætla að byrja að kynna mig, þótt ég sé lítið gefin fyrir kynningar þá finnst mér ég verða að byrja þetta á einhverskonar kurteisilegri kveðju (sem ég geri ekki þegar ég hugblogga, því ég þekkji mig). Ég heiti Sunna Kristín, er 25 ára og bý í Reykjanesbæ. Ég á unnusta sem heitir Erlendur og saman eigum við 2 börn. Stelpan okkar, Enika Hildur, er 3 ára og strákurinn okkar, Erik Freyr, er 6 mánaða.



Elli er sjómaður. Sem þýðir að ég fæ hann 50/50 á móti áhöfninni hans. Stundum góður díll, oftast ekki. Lífið í landi með tvö börn og einn heimiliskött getur verið ansi líflegt (ég var að orða þetta fallega, það er fokkin hell stundum) en hvað er það annað en gott efni í skrautlegar færslur.
 Ég er að byrja í HA núna í enda ágúst að læra kennarafræði og er spennt að sjá hvert það leiðir mig. Ég elska að prjóna og panta á netinu, sem lætur mig hljóma hrikalega óspennandi þegar ég les yfir þetta aftur en gefið mér séns. Ég horfi á allar seríurnar af Friends 2-3x á ári og tek regluleg Harry Potter maraþon. Þetta er nokkurn veginn allt sem þarf að vita um mig til að byrja með.

Ætla að segja þetta gott.

xx
Sunna.

Comments