Skip to main content

Posts

Featured

Allt eðlilegt hér

Klukkan er 23.27 og stelpan mín er ekki enn sofnuð. Við vöknuðum þrjú saman klukkan 8 í morgun, fórum frammúr og borðuðum morgunmat. Það eru næstum 16 tímar síðan og hér er ég að spjalla við hana um Skellibjöllu á meðan hún er á klósettinu. Svona kvöld eru vægast sagt mjög þreytandi. Á svona kvöldum finn ég sterkt fyrir því að ég er varla búin að eiga mínútu fyrir sjálfa mig sem er ekki ráðstafað í eitthvað í dag. Jú, ég fór í sturtu, ég talaði við vinkonu í síman, ég hlustaði á fyrirlestur fyrir skólann (sem var reyndar róleg og góð stund en ráðstöfuð samt sem áður) en stundum, þótt það væri ekki nema bara á fullu tungli, óska ég þess að ég fengi örlítið meiri tíma fyrir mig. Það er allt eðlilegt við þessa tilfinningu.  Sem foreldri sem vill bara það allra besta fyrir börnin sín set ég mikla pressu á sjálfa mig. Ég vill að börnin fái uppeldi sem móti þau á jákvæðan hátt, ég vill að þau viti að þau eru mikilvæg og þeirra skoðanir skipti máli, ég vill að þeim líði aldrei ein...

Latest Posts

Kynning